Fara í innihald

Tímatakmörk á embættissetu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tímatakmörk á embættissetu er tímarammi sem einstaklingur má gegna opinberu embætti. Algengast er að það eigi við um forseta en það á við um fleiri embætti þar á meðal þingmenn, ráðherra eða ríkisstjóra. Misjafnt er hvort tímamörk séu ákveðið mörg kjörtímabil yfir lífstíðina eða ákveðið mörg kjörtímabil í röð.

Kjörtímabil í Bandaríkjunum

[breyta | breyta frumkóða]

Kjörtímabil forseta Bandaríkjanna er fjögur ár og má eingöngu sitja tvö kjörtímabil sem forseti. Það eru engin tímamörk á setu á Bandaríkjaþingi en það eru tímamörk á mörg ríkisstjóraembætti í Bandaríkjunum og á sumum ríkisþingum þar í landi. Í sumum ríkjum gildir sú regla að ríkisstjóri megi bara sitja tvö kjörtímabil yfir ævina en í öðrum ríkjum gildir sú regla að ríkisstjóri megi sitja tvö kjörtímabil en þurfi síðan að bíða í eitt eða tvö kjörtímabil áður en viðkomandi má sækjast eftir kjöri á ný. Í Virginíu má ríkisstjóri bara sitja eitt kjörtímabil í einu en má ná kjöri á ný eftir að hafa verið heilt kjörtímabil utan embættis. Í raun var það ekki ritað í stjórnarskrá fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina að forseti Bandaríkjanna mætti bara sitja eitt kjörtímabil en fram að því var það einungis hefð[1].

  1. „Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. október 2024.