Sólargangur
Útlit
Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug) á uppleið, en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs er tíminn frá sólarupprás til sólseturs. Í almanaki telst dögun þegar sólmiðjan er 18° undir sjónbaug og á uppleið, og svo birting þegar hún er 6° undir sjónbaug. Samsvarandi telst myrkur þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug og á niðurleið, og svo dagsetur þegar hún er 18° undir sjónbaug. Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri, en miðnætti hálfum sólarhring síðar. (Reiknað er með 0,6° ljósbroti í andrúmsloftinu.)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Almanak Háskólans (umsjón: Þorsteinn Sæmundsson)
- Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?“. Vísindavefurinn 22.8.2000. http://visindavefur.is/?id=845. (Skoðað 30.11.2009).
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Sólarupprás á ensku Wikipedia.
- Sólsetur á ensku Wikipedia.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Sólargangur í dag Geymt 7 desember 2009 í Wayback Machine — birtir helstu tímasetningar sólargangs á nokkrum stöðum á Íslandi hvern dag.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Sólargangur.