Sófi
Útlit
Sófi er bekkjarlaga húsgagn ætlað tveimur eða fleiri manneskjum, með eða án armpúða, sem er að hluta til eða fullkomlega bólstrað, oftast með sérsniðnum púðum. Þó að sófar séu ætlaðir aðallega til setu eru þeir líka notaðir til afslöppunar og blunda. Á heimili er sófa oftast að finna í stofunni. Þá er líka að finna á hótelum, skemmtistöðum, í biðsölum, o.s.frv.
Orðið sófi á uppruna sinn í tyrknesku, en þaðan er það komið úr arabíska orðinu suffa „ull“. Sjálft er þetta úr arameíska orðinu sippa „motta“.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Sófi.