Sweeply

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sweeply sem hét áður Spectaflow er fyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir hótel- og gistimarkaðinn.[1]

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Stofnendur Sweeply eru Pétur Orri Sæmundsen, Erlendur Steinn Guðnason og Frans Veigar Garðarsson.[2][1]

Árið 2022 fékk Sweeply 260 milljóna fjármögnun frá Frumtaki og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.[2][1]

Sweeply er í notkun á yfir 100 hótelum og gististöðum í sex löndum. Nú þegar hafa náðst samningar við tvö íslensk og fimm erlend hótelbókunarkerfi sem munu dreifa lausninni.[2]

Árið 2023 fékk Sweeply Ís­lensku vef­verð­launin í flokknum fyrirtækjavefur ársins – lítil fyrirtæki.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Nýtt nafn og stjórn hjá Spectaflow“.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Spectaflow fær nýtt nafn og heitir nú Sweeply“.
  3. „Þau hlutu Ís­lensku vef­verð­launin í ár“.

Ytri hlekkir[breyta | breyta frumkóða]