Svindl í tölvuleikjum
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Til eru allskonar svindl í tölvuleikjum sem ganga út á að leysa borð á fljótari hátt og jafnvel til að auðvelda sér að vinna leik á kostnað annarra spilara.
Flest svindl eru búin til af framleiðanda leikjanna, oftast í þeim tilgangi að auðvelda prófanir á leikjum áður en þeir eru gefnir út
Framleiðendur tölvuleikja nota gjarnan svindl við prófanir til að þurfa ekki að vinna sig í gegnum allan leikinn eingöngu til þess að prófa eitt eða tvö atriði sem þarf að fara yfir. Í eldri leikjum voru oft svindlin ennþá til í leiknum þegar hann var gefinn út og spilarar gátu notað þau í eins miklum mæli og þeim sýnist. Með bættri tækni er auðveldara að taka út svindlkóða áður en leikur er gefinn út eða fela þá betur.
Árið 2018 kom út leikurinn Fallout 76 en leikurinn rataði í fréttirnar þegar hópur af spilurum fundu svokallað Dev Room mjög auðveldlega en Dev Room eru notuð af framleiðendum og innihalda svindl sem eru notuð við prófanir.