Fara í innihald

Svig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurríski skíðamaðurinn Christoph Kornberger keppir í svigi árið 2008.

Svig er alpagrein þar sem svigað er mjög ört á skíðum. Svigskíði eru töluvert styttri en stórsvigsskíði og eru meira útbreið.

Þegar keppt er í svigi eru sett upp port eins og í stórsvigi og bruni, nema hvað bilið er töluvert minna og það er bara ein stöng hvoru megin án flaggs. Stangirnar eru til skiptis rauðar og bláar til að gefa til kynna röðina sem á að fara í gegnum portin. Stangirnar eru nánast undantekningalaust slegnar niður þar sem keppendurnir reyna að fara sem næst henni til að geta hafið næstu beygju eins ofarlega og unt er og eru því oftast með hlífar á sköflungunum og framan á stöfunum. Venjulega eru farnar tvær ferðir, og ný braut lögð fyrir seinna skiptið. Keppendurnir fá að skoða brautina allavega einu sinni áður en þeir fara af stað. Portaverðir fylgjast með því í hverri ferð hvort keppandi fari í gegnum portið með bæði skíðin í hvert skipti. Samanlagður tími úr báðum ferðum ræður svo úrslitum.