Fara í innihald

Jurtasvif

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svifþörungar)
Kísilþörungar eru ein algengasta tegund jurtasvifa.

Jurtasvif (plöntusvif), oft einnig kallað svifþörungar, eru einfrumungar og eru bara brot úr millimetra í þvermál. Plöntusvif stunda ljóstillífun en til þess að ljóstillífa þurfa plöntusvifin sólarljós og lifa þau því á yfirborðslögum sjávar. Ásamt sólarljósi þurfa plöntusvif önnur ólífræn efni eins og köfnunarefni, fosfór, brennistein og fleiri efni sem þau síðan breyta í prótein, fitur og kolvetni.[1]

Helstu hópar plöntusvifs eru kísilþörungar, skoruþörungar og kalksvifþörungar.[2] Þrátt fyrir hvað þau eru agnar smá eru þau samt sem áður mikilvægustu lífverur sjávarins.

Þau eru grunnur að fæðukeðju sjávarins en plöntusvif er eina fæða minnstu svifdýranna, sem eru síðan fæða stærri svifdýra og fiskilirfa sem síðan eru fæða stærri dýra.

Plöntusvif eiga auk þess stóran þátt í súrefnisframleiðslu jarðarinnar en helmingur súrefnisins sem við öndum að okkur kemur frá þeim ásamt því að sjórinn tekur um 50% af koldíoxinu sem við framleiðum.[3]

Plöntusvif innihalda mikið af omega-3 fitusýrum en þær eru um helmingur þyngdar þeirra. Vegna þess hve mikið af vítamínum og steinefnum plöntusvif hafa eru þau orðin vinsæl í fæðubótarefni og eru oft kölluð „ofurfæða 21. aldarinnar“.[4]

Plöntusvif geta samt sem áður haft skaðleg áhrif á lífríki sjávarins. Þegar skilyrði eru rétt fjölgar plöntusvifi gífurlega og mynda það sem kallast þörungablómi en þá geta verið þúsundir svifa í hverjum lítra. Á nóttunni nota þau súrefnið í sjónum til að lifa en þá verður oft of lítið súrefni eftir fyrir aðrar lífverur sjávarins sem þá annaðhvort deyja eða fara af svæðinu. Þegar þörungarblómi síðan hættir og plöntusvifið fellur til botns er það étið af bakteríum sem eyða öllu súrefninu í vatninu og þá kafna öll önnur dýr og það myndast svokallað „dead zone“.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. National oceanic and atmospheric administration. (e.d.) Phytoplankton are microscopic marine plants. Sótt 16. nóvember af http://oceanservice.noaa.gov/facts/phyto.html
  2. Þórunn Þórðardóttir, Kristinn Guðmundsson. (1998). Lífríki sjávar plöntusvif. Sótt 15. nóvember af http://www.hafro.is/images/lifriki/plontusvif.pdf
  3. NASA. (E.d.a) Living Ocean. Sótt 16. nóvember af http://science.nasa.gov/earth-science/oceanography/living-ocean/
  4. Marine phytoplankton. (E.d.) Is plankton a miracle food? Sótt 16. nóvember af https://www.marine-phytoplankton.com.au/more-info/ Geymt 9 apríl 2013 í Wayback Machine
  5. NASA. (E.d.b) Importance of phytoplankton. Sótt 16. nóvember af http://earthobservatory.nasa.gov/Features/Phytoplankton/page2.php
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.