Fara í innihald

Sverðlilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Sverðlilja / tjarnaíris (iris pseudacorus) vex víða um tempraða beltið nyrðra og allt norður fyrir heimskautsbaug í Noregi. Þar sem hún vex villt vex hún helst í mýrum eða raklendi. Gjarnan við læki eða í grunnum tjörnum. Engu að síður getur hún vel vaxið í venjulegri garðamold. Að sögn blómgast hún samt meira ef hún fær næga vætu.

Blöðin eru að jafnaði löng, flöt og sverðlaga. Allar plönturnar í stofninum -íris bera blóm sem eru áþekk í laginu, en þau geta verið æði misjöfn á litinn. Hún getur orðið rúmur metri á hæð.