Sveinsstaðir í Skíðadal
Útlit
Sveinsstaðir voru lengi innsti bær í Skíðadal. Aðeins Stafn var innar en sú jörð var í stopulli byggð. Jörðin tilheyrði Vallakirkju. Bærinn er fyrst nefndur í heimildum frá 1461 en er vafalaust miklu eldri. Sveinsstaðir fóru í eyði 1906. Sveinsstaðaafrétt heitir eftir bænum. Innan við bæinn er Sveinsstaðaá, lítil á sem kemur úr Sveinsstaðaskál í Krosshólsfjalli og fellur í Skíðadalsá. Handan hennar gnæfir Almenningsfjall en innar eru Stafnstungur og Stafnstungnafjall.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Stefán Aðalsteinsson 1906. Svarfdælingar. Fyrra bindi. Iðunn, Reykjavík.