Fara í innihald

Svartbaunasósa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svartbaunasósa fæst oft tilbúin

Svartbaunasósa er gerð úr lítlum svörtum gerjuðum og söltuðum sojabaunum. Gerjaðar baunirnar eru hafðar sem krydd í suðaustanverðri Asíu, einkum í Suður-Kína og notaðar til að gera svartbaunasósu. Gerjaðar svartbaunir eru elsta þekkta matvaran sem unnin er úr sojabaunum og hafa fundist í grafhýsum frá 165 fyrir Krist. Gerjað svartbaunamauk eða svartbaunasósa douchi er gert úr gerjuðum svartbaunum (douchi), hvítlauk og sojasósu. Þar notað til að gera mapu tofu og til að krydda með steikt grænmeti og sem krydd á fisk.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.