Fara í innihald

Svarta María (kvikmyndaver)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svarta María)

Svarta María (enska. Black Maria) er fyrsta kvikmyndaver sögunnar, byggt af Thomas Alva Edison í West Orange í New Jersey í Bandaríkjunum. Þetta kvikmyndaver er lítið hús, svart á lit og er með opnanlegu þaki til þess að hleypa inn dagsbirtunni. Auk þess er húsinu fyrirkomið á sporbraut eða járnbrautarteinum, svo að snúa má því í hring, þannig að sólarljósið falli alltaf inn undir sama horni. Þetta hús er til sýnis við Edison-safnið, þar sem rannsóknarstofur Edisons voru, síðustu áratugina sem hann starfaði. Þær eru í tveimur stórum verksmiðjuhúsum og kemur stærð þeirra og umfang verulega á óvart.