Sudoku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmigerð sudoku þraut...
...og lausn hennar.

Sudoku er þraut sem byggist á að klára að fylla út 9x9 ytri (talna)grind með tölum frá 1 til 9 þannig að hver tala kemur einvörðungu fyrir einu sinni í hverri röð, hverjum dálki, og hverri 3x3 innri grind sem finna má innan þeirrar grindar. Sudoku þrautir eru taldar vel hannaðar ef þær séu settar upp þannig að eingöngu ein möguleg niðurstaða sé á þeim. Að lágmarki sautján forútfylltar tölur þurfi að vera til staðar í sudoku þraut til þess að lausnin geti orðið einkvæm, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið.

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Ýmis afbrigði eru til staðar á sudoku þrautum þar sem breytingar hafa verið gerðar á reglum og/eða uppsetningu grindarinnar, til að mynda með annarri stærð á ytri grindinni eða með óreglulegri lögun innri grindanna. Jafnframt eru til afbrigði þar sem aukin skilyrði eru sett, eins og með því skilyrði að tölurnar frá horni til andstæðs horn komi eingöngu fram einu sinni, eða aukasvæði sett inn sem lúta venjulega auknum skilyrðum. Hin auknu eða breyttu skilyrði gætu haft áhrif á þann lágmarksfjölda talna sem þurfi að vera forútfylltar, þannig að í sumum afbrigðum fylgja engir forútfylltir reitir.

Killer sudoku[breyta | breyta frumkóða]

Killer sudoku þraut...

Killer sudoku er afbrigði er felur í sér að í stað þess að gefnar séu forútfylltar tölur er samtala talna innan einstakra svæða gefin upp, en að öðru leiti eiga hinar venjulegu sudoku reglur við. Leiða þarf því út frá samtölu talna svæðisins og fjölda reita sem samtalan á við um, hvernig tölurnar raðast innan þess. Þá er einnig beitt hinni svokallaðri 45-reglu er byggist á því að samtala allra talna í hverri röð, dálki og 3x3 grindar er 45.

Þá er til annað frekara afbrigði af killer sudoku er kallast greater-than sudoku þar sem ekki öll svæðin hafa samtölu, en hins vegar gefið upp að samtala tiltekins svæðis er jöfn, hærri, eða lægri en önnur. Í sumum tilvikum er ekkert gefið upp um samtöluna né samanburð hennar við önnur svæði.

Samloku sudoku[breyta | breyta frumkóða]

Samloku sudoku byggist á hinum venjulegu sudoku reglum að viðbættu því að hver röð og dálkur inniheldur samtölu þeirra talna sem eru á milli talnanna 1 og 9 í viðkomandi röð eða dálki. Í staðinn eru venjulega mikið færri forútfylltir reitir.