Stýrikerfiskjarni
Útlit
Stýrikerfiskjarni eða kjarni er sá hluti stýrikerfis sem sér um grunnvirkni tölvunnar. Nútímastýrikerfi styðja fjölforritavinnslu, þ.e. að mörg forrit keyri samhliða. Til að gera þetta mögulegt er nauðsynlegt að stýrikerfið stýri aðgangi forrita að vélbúnaði tölvunnar, þ.e. örgjörva, minni og jaðartækjum.
Kjarninn felur að miklu leyti virkni vélbúnaðarins, sem gerir það auðveldara að skrifa forrit. Venjuleg forrit hafa þá ekki bein samskipti við vélbúnaðinn, heldur kalla á stýrikerfið í gegnum kerfiskall sem framkvæmir þá vinnu sem forritið óskar. Slík hjúpun er gegnumgangandi stef í hugbúnaðargerð.