Eiginlegar uglur
Eiginlegar uglur | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Megascops asio, norður-amerísk tegund.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
|
Eiginlegar uglur (fræðiheiti: Strigidae) er ein af tveimur fjölskyldum ugla, hin er turnuglur (Tytonidae). Í flokkunarfræði Sibley-Ahlquist eru húmgapar settir í ættbálk ugla, en hér eru eiginlegar uglur flokkaðar í undirættina Striginae. Nýrri rannsóknir styðja þetta ekki og skyldleiki ugla almennt er enn óráðinn. Þessi stóra fjölskylda inniheldur um 189 lifandi tegundir í 25 ættkvíslum. Eiginlegar uglur eru mjög útbreiddar og finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Eiginlegar uglur eru mismunandi að stærð en þótt smæsta tegundin Micrathene whitneyi sé aðeins einn hundraðasti af stærð stærstu uglunnar (sem er úfurinn, Bubo bubo), þá er líkamsbygging þeirra svipuð.[1] Þær eru oft með stórt höfuð, lítið stél og mikinn fiðurbúning.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Marks, J. S.; Cannings, R.J. and Mikkola, H. (1999). "Family Strigidae (Typical Owls)". In del Hoyo, J.; Elliot, A. & Sargatal, J. (eds.) (1999). Handbook of the Birds of the World. Volume 5: Barn-Owls to Hummingbirds. Lynx Edicions. ISBN 84-87334-25-3