Stofnenska
Útlit
Stofnenska (enska: Basic English) er einfaldað form enskrar tungu. Stofnenskan inniheldur aðeins um 850 orð og útskýrir hugtök meira og minna með skilgreiningum, þ.e. notast við einföld orð til að útskýra flókna hluti. Stofnenska var hugverk Charles Kay Ogden. Orðið Basic í Basic English er skammstöfun og stendur fyrir British American Scientific International Commercial (Bresk-, amerísk-, vísindaleg-, alþjóða-, verslunar-)-enska.