Fara í innihald

Sto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sto er útileikur fyrir hóp, með svipuðum reglum og skotbolti. Hópurinn afmarkar sér svæði og hópast svo saman á miðju svæðinu. Boltanum er kastað upp í loftið í miðjum hópnum og sá sem nær að grípa boltann fær að skjóta fyrstur. Hann reynir þá að hitta aðra þátttakendur með boltanum, en ef hann hittir einhvern er sá sem fékk boltann í sig úr leik og þarf að sitja hjá þar til næsta umferð byrjar. Ef sá sem skotið var á nær að grípa boltann kallar hann „STO!“ og þá er sá sem kastaði boltanum úr leik. Leikurinn heldur þannig áfram þar til einn er eftir.[1]

Áhöld sem þarf til leiksins eru brennibolti eða annar bolti sem fer vel í hönd.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Elísa, Anna (28. september 2012). „Sto“. Leikir íslenskra barna. Sótt 23. maí 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.