Stjörnuhreyfill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af stjörnuhreyfli

Stjörnuhreyfill er tegund brunahreyfils þar sem stimplarnir ganga hver frá öðrum og strokkarnir mynda stjörnu með sveifarás í miðið. Stjörnuhreyflar voru algengir í flugvélum áður en strókhreyflar (e. turbojet) tóku við. Fjórgengis stjörnuhreyflar eru algengastir.