Westminster Abbey
Útlit
(Endurbeint frá Stiftskirkja heilags Péturs í Westminster)
Stiftskirkja heilags Péturs í Westminster, sem er næstum alltaf kölluð sínu upprunalega nafni Westminster Abbey („Westminsterklaustur“), er stór kirkja að mestu í gotneskum stíl í Westminster („Vestmusteri“) í London, vestan við Westminster-höll. Í kirkjunni er venja að krýning og greftrun Bretlandskonunga fari fram. Kirkjan var dómkirkja um stutt skeið 1546 til 1556. Hún heyrir beint undir konung, fremur en tiltekið biskupsdæmi (Royal Peculiar).