Steypusög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steypusög er vélknúin sög sem notuð er til að skera steypu, múr, malbik, flísar, stálog önnur hörð og sterk efni. Steypusagir geta verið knúnar jarðefnaeldsneyti, loft- eða vökvaþrýstingi (oft glussa) eða rafmagni. Sagarblöðin sem notuð eru á steypusagir eru oft demantsblöð. Mikill núningur getur myndast við að saga hörð efni eins og steinsteypu og því eru blöðin oft kæld með því að dæla á þau vatni, bæði til að lengja endingartíma þeirra og til þess að draga úr rykmyndun.