Steinunn Sigurðardóttir (fatahönnuður)
Útlit
Steinunn Sigurðardóttir (f. 18. mars 1960) er íslenskur fatahönnuður. Hún stundaði nám við listaháskóla í París og New York og lauk prófi frá Parson School of Design. Hún starfaði um árabil við tísku- og fatahönnun hjá erlendum tískuhönnuðum en stofnaði árið 2000 fyrirtækið STEiNUNN og opnaði verslun sem núna er við Grandagarð í Reykjavík. Steinunn hlaut hönnunarverðlaun Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin árið 2008. Hún var borgarlistamaður Reykjavíkur 2009.