Fara í innihald

Steinunn Ásmundsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steinunn Ásmundsdóttir, rithöfundur, ljóðskáld og blaðamaður, fæddist árið 1966 í Reykjavík. Heimshornaflakk, ritstörf, blaðamennska, starf að náttúruvernd og landvarsla voru helstu viðfangsefni hennar fram undir þrítugsaldurinn. Á árabilinu 1989 til 1996 sendi hún frá sér þrjár ljóðabækur.

Árið 1996 kom Steinunn heim eftir búsetu í Þýskalandi og flutti til Egilsstaða, þar sem hún bjó í ríflega tvo áratugi, stofnaði fjölskyldu og starfaði lengst af sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins og síðar sem ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurgluggans og fréttavefs Austurfréttar. Hún lagði svo blaðamennsku á hilluna að sinni og einbeitti sér þess í stað að eigin skapandi skrifum á ný.

Árið 2016 opnaði hún hugverkavef sinn þar sem bróðurpartur eldri verka hennar er birtur. Síðan hafa komið út fjórar ljóðabækur, 2017, 2018, 2019 og 2024, sannsaga (e. creative nonfiction) 2018 og skáldsaga 2022.

Steinunn settist að nýju að í Reykjavík árið 2019. Hún er móðir tveggja ungmenna, starfar sem blaðamaður og hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1992.


Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Fuglamjólk

ljóð, útg. Dimma, 2023. Prentuð bók.

  • Ástarsaga

skáldsaga, ORÐLIST (áður yrkir) hugverkaútgáfa, 11.10. 2022. Prentuð bók, hljóðbók í upplestri höfundar, rafbók.

  • Í senn dropi og haf

ljóð, útg. Dimma 11.10. 2019. Prentuð bók.

  • Manneskjusaga

sannsaga, útg. Bókaútgáfan Björt, 19.10. 2018. Prentuð bók, harðspjalda og sem kilja 15.01.2019. Hljóðbók og rafbók.

  • Áratök tímans

ljóð, útg. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, 05.05. 2018. Prentuð harðspjaldabók.

  • Hin blíða angist

ljóð frá Mexíkó, útg. ORÐLIST (áður yrkir) hugverkaútgáfa, 01.11. 2017. Fjölrit.

  • Hús á heiðinni

ljóð frá Þingvöllum, útg. Andblær, 1996. Prentuð bók

  • Dísyrði

ljóð, útg. Goðorð, 1992. Prentuð bók.

  • Einleikur á regnboga

ljóð, útg. Almenna bókafélagið, 1989. Prentuð bók.

Ljóð, sögur og greinar í safnritum, tímaritum og blöðum og þættir/innslög á ljósvaka.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Hugverkavefur: https://ordlist.is/