Kandís
Útlit
(Endurbeint frá Steinsykur)
Kandís (eða steinsykur) er sælgæti samansett úr stórum sykur-kristöllum. Kandís var áður fyrr selt á þræði á Íslandi og var slíkur kandísstrangi kallaður sköndull. Litlir einstakir molar voru aftur á móti kallaðir kandískörtur.