Steinasafn Petru
Útlit
(Endurbeint frá Steinasafn Petru Sveinsdóttur)
Steinasafn Petru er safn á Stöðvarfirði sem sýnir steinasafn Petru Sveinsdóttur (1922 - 2012). Petra hafði lengi safnað steinum og var með þá til sýnis í garðinum sínum. Á sjötta áratuginum var garðurinn svo áberandi að ferðamenn byrjuðu að banka uppá og vildu sjá safnið. Úr því breyttist heimili Petru og Jóns smátt og smátt í safn þar sem heilu rúturnar af ferðamönnum fengu að skoða steinasafnið hennar. Steinana safnaði Petra nær eingöngu á Austfjörðum, sérstaklega Stöðvarfirði. Í safninu eru ótal tegundir af steinum, en helst eru þar þó jaspis og kalsedón. Lengi vel tók Petra engan aðgangseyri inná safnið þótt mikil aðsókn væri á safnið. Í dag er þetta einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austfjörðum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Steinasögur af steinapetra.is
- Fólkið í landinu Steinasafn Petru