Stefndi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefndi er aðili í dómsmáli sem hefur verið stefnt til að mæta fyrir dóm á viðkomandi dómstigi. Hugtakið er notað þegar önnur sérhæfðari hugtök eiga ekki við, svo sem varnaraðili, gagnáfrýjandi, eða réttargæslustefndi. Gagnstefndi er tilvísun í stefnanda dómsmáls fyrir héraðsdómi þegar fjallað er um gagnsök sem hinn stefndi hefur borið fram í sama máli. Réttargæslustefndi er notað yfir aðila sem hefur verið stefnt til réttargæslu í viðkomandi máli en engin dómkrafa er á hendur þeim aðila né getur sá aðili borið upp eigin dómkröfu í því máli, en honum er gefinn kostur á málflutningi til að verja sína eigin hagsmuni af niðurstöðu málsins.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.