Staðalaðstæður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Staðalþrýstingur)

Staðalaðstæður eða staðalskilyrði eru þær umhverfisaðstæður sem reynt er að hafa ríkjandi þegar efnafræðilegar tilraunir eru framkvæmdar. Þessar stöðluðu aðstæður eru stofuhiti, þ.e. hiti 20°C (293,15 K) og staðalþrýstingur, þ.e. loftþrýstingnn 1 loftþyngd = 1013,25 hPa (hektópasköl).

Á ensku eru staðalaðstæður táknaðar með skammstöfuninni STP, sem stendur fyrir Standard Temperature and Pressure. Skilgreining staðalaðstæðna er þó reyndar mjög á reiki og er stundum miðað við hitastigið 0 °C og stundum 25 °C. Einnig er stundum miðað við það hitastig og þrýsting þar sem jafnvægisklofnunarstuðull vatns er 10-14.