Störun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Störun (einnig kallað störunaraðferð) er hálf-skopleg „aðferð“ sem stærðfræðingar vísa í þegar kemur að því að finna lausnir á vandamálum. Aðferðin gengur þannig fyrir sig að sá sem er að kljást við stærðfræðivandamál starir á það þar til að (hugmynd að) lausn birtist.

Þessi aðferð er ekki mjög áreiðanleg en getur verið mjög gagnleg í ákveðnum tilvikum, sérstaklega þegar manni dettur ekkert annað í hug en þá verður líka að gæta að sér að stara ekki of lengi á vandamálið.