Fara í innihald

Spliff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spliff var þýsk nýbylgjuhljómsveit sem starfaði frá 1979 til 1984. Hún var mynduð af Herwig Mitteregger (söngur, slagverk), Reinhold Heil (söngur, hljómborð), Bernhard Potschka (gítar) og Manfred Praeker (söngur, bassi). Þeir voru fyrrum meðlimir Nina-Hagen-Band sem þótti Nina Hagen vera farin að ráða of miklu. Þrír þeirra höfðu áður verið í hljómsveitinni Lokomotive Kreuzberg.

1981 gáfu þeir út plötuna The Spliff Radio Show og 1982 áttu þeir sumarsmellinn „Carbonara“ sem kom út á plötunni 85555. Sama ár kom út hljómplatan Herzlichen Glückwunsch sem innihélt smellinn „Das Blech“. Tveimur árum síðar gaf hljómsveitin út sína síðustu hljómplötu Schwarz auf Weiß.