Fara í innihald

Spilakassaleikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spilakassaleikur er tölvuleikur sem er spilaður í spilakassa. Spilakassaleikir voru eitt sinn meðal vinsælustu gerðum tölvuleikja. Til voru svokallaðir spilakassasalir sem buðu upp á marga spilakassa þar sem notandinn gat valið á milli. Þessir leikir voru margir með mun betri grafík en venjuleg tölva eða leikjatölva gat boðið upp á. En með tímanum urðu bæði tölvur og leikjatölvur öflugari og öflugari og smám saman féllu spilakassarnir í skuggann á þessum nýju tölvum. Á endanum gátu þær boðið upp á betri grafík og lengri spilunartíma fyrir minni pening og við þetta gátu spilakassarnir ekki keppt. Sem dæmi um íslenskan spilakassasal má nefna Leiktækjasalinn Fredda.

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.