So You Think You Can Dance (3. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

So You Think You Can Dance er bandarískur raunveruleikaþáttur og danskeppni sem er sýndur á FOX sjónvarpsstöðinni. Þriðja þáttaröðin fór í loftið þann 24. maí 2007.

Cat Deeley sneri aftur sem kynnir. Nigel Lythgoe sneri aftur sem fastur dómari og gekk til liðs við hann samkvæmisdansarinn Mary Murphy. Síðasta dómarasætið var fyllt af gestadómara.

Eftir 16 milljón atkvæði var Sabra Johnson krýnd sem sigurvegari þann 16. ágúst og fékk hún 250.000 dollara í verðlaun og titilinn Vinsælasti dansari Bandaríkjanna.