Fara í innihald

Snobb

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snobb er sú athöfn að viðra sig upp við fólk sem talið er æðra af þjóðfélaginu af einhverjum ástæðum, til dæmis þá sem eru ríkari, af betri ættum eða greindari og betur menntaðir. Hið síðastnefnda er gjarnan kallað menntasnobb. Talað er um að snobba fyrir einhverjum og átt við að menn geri sig til og viðri sig upp við „fína fólkið“ til að finna til einhverskonar samheyrileika með því. Í orðabók Blöndals er talað um snápmennsku í sömu merkingu. Í öfugri merkingu er talað um að snobba niður á við. Þá er virðingarstiganum snúið við og sá sem er talinn af „fínu fólki“ leitar félagsskapar þeirra sem eru taldir af lægri stigum.

Snobb á það þó til að fá aðra merkingu þegar einstaklingur lítur stórt á það sem hann stendur fyrir, hefur til dæmis mikið álit á þeirri hausklíku sem hann sjálfur tilheyrir. Snobb getur þá orðið til þess að viðkomandi lítur niður á aðra sem ekki tilheyra þeirri klíku, eins og þegar menntaður menntasnobbari lítur niður á ómenntað fólk.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.