Sniðaspjall:Vikudagarnir
Útlit
Vegna nýlegra breytinga á sniðinu má alveg koma fram á þessari spjallsíðu að sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar. Það er vegna þess að sjö daga vikan byggir á hefð Hebrea og er komin úr Biblíunni en sunnudagur er einmitt nefndur eftir fyrsta deginum þegar guð á að hafa skapað sólina með því að segja „verði ljós!“. Laugardagur er hins vegar sjöundi og síðasti dagur vikunnar, dagurinn sem Biblían segir að guð hafi hvílt sig og er hann enn hafður í heiðri sem hvíldardagur meðal trúaðra gyðinga. Þess vegna var breytingin sem Akigka gerði rétt og tilraunir ip-tölunotanda til að breyta þessu til baka byggðar á misskilningi. Vikan hefst á sunnudegi. --Cessator 2. febrúar 2010 kl. 16:12 (UTC)