Sniðaspjall:Gátt:Fornfræði/Úrval

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki óþarfi að hafa þetta allt sem snið? Það væri nóg að búa til Gátt:Fornfræði/Úrval og nota það svo í gáttinni með {{:/Úrval}}? Snið finnst mér eiga fyrst og fremst við þar sem ætlunin er að nota sama innihald á mörgum síðum... --Akigka 12:16, 8 apríl 2007 (UTC)

Fólk er að tapa sér með þessum sniðum. Það ætti að vera til eitt grunnsnið fyrir hverja yfirskrift (grein mánaðar, hreingerning, flokkar, etc.) þar sem hægt er að skilgreina lit í hverri gátt fyrir sig, stærð og útlit. — Jóna Þórunn 12:20, 8 apríl 2007 (UTC)
Þessar síður, a.m.k. heimspeki- og fornfræðigáttirnar eru byggðar á þeim ensku og bera þess mark. Hér er ekkert nafnrými skilgreint sem „gátt“ (sbr. umræðu í pottinum) þannig að kannski væri ráð að gera eitthvað í því. --Cessator 16:44, 8 apríl 2007 (UTC)
Þurfum við þá að vera með nafnrýmið til að geta notað undirkafla með þessum hætti? Þá er um að gera að drífa í að fá það í gegn. Orðið 'gátt' er líklega fullgott, þótt það sé ekki mikil hefð fyrir því. --Akigka 16:59, 8 apríl 2007 (UTC)
Ég verð að játa að ég veit ekki alveg hvernig þú ert að hugsa þér að nota undirkaflana, en það væri samt óvitlaust að skilgreina nafnrými fyrir gáttir; kannski er það nóg til að laga vandann, ég veit það ekki. „Gátt“ er víða notað, t.d. í samsetningum eins og „upplýsingagátt“. --Cessator 17:05, 8 apríl 2007 (UTC)
Já, og 'menntagátt' t.d. en mér sýnist orðið samt yfirleitt koma fyrir í slíkum samsetningum fremur en eitt og sér. Undirkaflarnir eru einfalt mál. Þú getur sett inn hvaða síðu sem er með {{:síðuheiti}}. Undirsíður eru ágætar til hagræðingar þegar þarf að skipta upp hlutum síðu, t.d. til að auðvelda viðhald. Þannig geturðu verið með t.d. undirsíðuna Gátt:Fornfræði/Valin mynd og inklúderað hana í gáttina sjálfa með {{:/Valin mynd}} (eða {{:Gátt:Fornfræði/Valin mynd}}. Það sem Jóna Þórunn benti svo á er að þú gætir skilgreint snið fyrir rammana sem þú notar á gáttinni, svipað og gert er á forsíðunni. Þannig sýnist mér að þetta sé yfirleitt gert á ensku gáttunum, en það er örugglega alla vegana. --Akigka 19:10, 8 apríl 2007 (UTC)
Dæmi um það sem ég er að benda á eru t.d. no:Mal:Nyhetsportal og no:Mal:Standardportal þar sem litur, stærð hvers box og útlit (þarf ekki að sýna öll boxin) eru skilgreind á hverri gátt fyrir sig og undirsíður notaðar til að kalla fram efnið sem á að standa í hverju boxi. Þannig er hægt að kalla fram grein mánaðarins með {{CURRENTMONTHNAME}}, {{CURRENTYEAR}} osvfr. — Jóna Þórunn 19:21, 8 apríl 2007 (UTC)