Sniðaspjall:Deilumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég útbjó þetta í þeim tilgangi að hægt sé að setja fyrirvara á síður eins og Stefán H. Ófeigsson í framtíðinni vegna þess að ég held að stór hluti af vandamálinu sé sprottinn vegna þess að breytingar voru gerðar á meðan umræðan var í gangi. Hugmyndin er að um leið og stefnir í deilumál sé fyrirvarin settur á greinina og allir virði hann á meðan umræðan kemst að niðurstöðu. Þótt svo að fólki sé illa við eitthvað í greininni skal hún standa alveg ósnert, öll vafaatriði ættu að vera augljós vegna fyrirvarans og tengils í umræðuna og því engin hætta á því að fólk misskilji eitthvað stórfenglega. Svipað er gert á ensku Wikipedia, en hér vonast ég til þess að við getum sleppt "verndunar" takkanum og einfaldlega virt skilaboðin. (e.s. ég hugsaði þetta ekki til þess að nota á greininum um Stefán, helst ekki setja það á greinina, leyfum bara núverandi umræðu að klárast og breytum engu). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. des. 2005 kl. 02:21 (UTC)