Varhlið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Slithlið)

Varhlið er sú hlið á klöpp sem veit undan skriðstefnu jökuls, eða m.ö.o. sú hlið sem hefur verið í vari og er því ekki mörkuð af núningi íssins. Sú hlið sem vissi gegn skriðstefnu jökulsins nefnist slithlið því á henni hefur ísinn mætt. Hvalbak í Hafnarfirði er t.d. jökulsorfin klöpp með ávala slithlið sem snýr að Flensborg en stöllótt varhlið sem snýr að læknum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.