Sleppitúr
Jump to navigation
Jump to search
Sleppitúr kallast sú hefð hestamanna að ríða hrossum sínum í sumarhagann og er þeim þar sleppt á gras eftir innistöðu vetrarins. Oft fara margir hestamenn saman, t.d. heilu hestamannafélögin og gera þá stærri ferð úr sleppitúrnum.