Slý
Útlit
Slý (að minnsta kosti í Kelduhverfi einnig nefnt slafak) er almennt nafn á grænum, slepjulegum vatnagróðri, sem einkum samanstendur af þráðlaga grænþörungum. Margar hverjar eru aðeins nefndar á latínu, en ættkvíslin Tetraspora hefur verið nefnd lækjagörn á íslensku. Sú tegund er mjög algeng, einkanlega í ám og lækjum með lindarvatni, eins og er t.d. í gjánum í Þingvallahrauni. Lækjagarnirnar geta orðið nokkra metra langar og liðast til í straumnum ef einhver er.