Slímdýr
Útlit
Slímdýr[1] einnig nefnd teygjudýr eða angalýjur[1][2] (fræðiheiti: Rhizopoda) eru undirflokkur frumdýra. Þau eru einfruma lífverur sem hreyfa sig úr stað með því að teygja bungur eða totur á frumuhimnunni sem fyllist jafnskjótt af umfrymi.[2] Þessi útskot kallast skinfætur.
Þótt amöbur séu sérstakur ættbálkur innan undirflokks slímdýra, þá kalla sumir, jafnvel fræðimenn, slímdýr oft amöbur, sem getur valdið nokkrum ruglingi.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Slímdýr.
Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Amoeboid“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. febrúar 2014.