Fara í innihald

Skuggahverfi

Hnit: 64°08′43″N 21°55′14″V / 64.14528°N 21.92056°V / 64.14528; -21.92056
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°08′43″N 21°55′14″V / 64.14528°N 21.92056°V / 64.14528; -21.92056

Háhýsi í Skuggahverfi í Reykjavík.

Skuggahverfi er hverfishluti í Miðborg Reykjavíkur. Það telst vera svæðið norðan Laugavegs og austan Frakkastígs allt að Snorrabraut.

Uppruni heitisins

[breyta | breyta frumkóða]

Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:

„Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar.“ (66)

Ennfremur segir Páll:

„Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-1803 í landi Arnarhóls, spölkorn suðaustan við Klöpp, nálægt því þar sem nú eru gatnamót Skúlagötu og Klapparstígs. Skuggi var fyrsta býlið sem reist var á þessum slóðum.“ (67)

Um 1845 var Skuggi kominn í eyði, en ekki er vitað með vissu hvernig nafnið er til komið. Nokkur kot risu í grennd við Skugga og var það upphaf Skuggahverfis. Hverfisgata dregur nafn sitt af Skuggahverfinu.

  • Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, 1988, bls. 66-67
  • Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 1. bindi, 1986, bls. 80-81 og 174-178
  • Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?“. Vísindavefurinn.
  • Skuggahverfi; grein úr Lesbók Morgunblaðsins 1968
  • Skuggi og Skuggahverfið; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1979