Skolpdýr
Útlit
Skolpdýr (fræðiheiti: infusoria) er heiti sem notað er sameiginlega yfir nokkra hópa frumdýra en er ekki líffræðileg flokkunareining.
Skolpdýr eru flóknari að líkamsbyggingu en önnur frumdýr. Þau hafa mörg, lítil bifhár og eru ýmist þakin bifhárum um allan líkamann eða eingöngu með bifhár á ákveðnum hlutum yfirborðsins. Frumdýrafylkingunni er oft skipt í fjóra flokka, og er þá flokkað eftir hreyfifærum dýranna á aðalskeiði ævinnar. Flokkarnir eru: svipudýr (Flagellata), slímdýr (Rhizopoda), gródýr (Sporozoa) og skolpdýr.