Skjaldarmerki Íraks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Íraks

Skjaldarmerki Íraks er gullinn svartur örn Saladíns sem lítur til vinstri. Örninn er algengt tákn 20. aldar arabisma. Á brjóstinu er skjöldur með fána Íraks. Örninn heldur með klónum um stranga sem á er ritað جمهورية العراق Jumhuriyat Al-`Iraq eða „Lýðveldið Írak“.

Skjaldarmerkið var tekið upp 1965 eftir valdatöku Ba'ath-flokksins. Fáninn á skildinum hefur breyst nokkrum sinnum síðan.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.