Fara í innihald

Oddbjarnarsker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skeri)

Oddbjarnarsker eða Skeri er eyja á Breiðafirði og tilheyrir hún svokölluðum Vestureyjum. Löngum voru þar margar verbúðir og mest er talið að hafi verið 30 verbúðir á skerinu. Róðrar lögðust þó af á 20. öld.

Skerið er talið vera nefnt eftir Oddbirni gamla, sem er talinn hafa numið land hér eða að minnsta kosti stundað róðra úr skerinu.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Oddbjarnarsker er hvergi hátt, þó hæst austantil og eru sandstrendur um það nær allan hringinn. Inni á skerinu hefur melgresi numið land. Í fjöruborðinu á einum stað eru Vatnssteinar, þrjú jarðhitauppstreymi. Vatnið er 70 til 80°C og voru forðum settir blýtappar í tvö þeirra til að auka vatnsflæði í því þriðja - því sem auðveldast var að taka vatn úr. Aðrar vatnslindir eru engar í eynni.

Í skerinu er mikil lundabyggð og er það grösugt af fugladriti. Í því miðju er lítil laut sem nefnist Skötutjörn en þar var jafnan gert að þeim fiski sem dreginn var þar á land.

  • Bergsveinn Skúlason (1955). Um eyjar og annes, 1. bindi. Bókaútgáfan Fróði.