Skammtímaminni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skammtímaminni er geta til að muna fáa hluti í mjög stuttan tíma. Það er hluti af vinnsluminniskerfinu.

Oft er talað um spönn skammtímaminnis eða talnaspönn sjö atriða. Spönnun minnis byggir á að muna hver áreitin voru og í hvaða röð þau komu. Iðulega er talað um keðjun í þessu samhengi þar sem atriði tengjast hvor öðru í minni líkt og hlekkir í keðju þá man maður oft ekki lengra en keðjan nær. Kippun áreita sýnir að minni virðist geyma atriði en ekki tölur eða bókstafi. Þannig eru orð einkonar kippi þar sem við hugsum um borð sem einn hlut en ekki útkomuna af b+o+r+ð. Einna mest notað í daglegu lífi þegar við þurfum að muna símanúmer {512}{3456}.

Skammtímaminni skerðist verulega þegar athygli dreifist. Við upprifjun atriða má iðulega sjá feril þar sem flest atriði sem voru nefnd fyrst og síðast eru rifjuð upp með góðum árangri. Þetta kallast frum- og nándarhrif. Frumhrif eru talin stafa af möguleika á æfingu í byrjun og nándar hrif af því að ný atriði riðja hinum ekki úr minninu. Athuga þarf að í slíkum verkefnum er verið að nota umskráningu í langtímaminni sem mælikvarða á skammtímaminni.