Skýrslugjöf
Útlit
Skýrslugjöf er að koma á framfæri frásögn (skýrslu) af atviki eða niðurstöðu sem viðkomandi hefur komist að.
Fyrir dómi teljast skýrslur vera sönnunargögn færðar fram við sönnunarfærslu, og má þar nefna aðilaskýrslur, vitnaskýrslur ásamt skýrslum mats- og skoðunarmanna. Sökum meginreglunnar um frjálst sönnunarmat dómara eru dómarar ekki bundnir af skýrslum sem þessum, en voru það fyrr á tíðum þegar guðsdómar voru við lýði.