Skín við sólu Skagafjörður
Útlit
Skín við sólu Skagafjörður er ljóð eftir Matthías Jochumsson sem var ort um 1890 og samanstendur af 13 erindum. Margir telja að þetta ljóð sé eins konar þjóðsöngur Skagafjarðar.
Texti
[breyta | breyta frumkóða]Skín við sólu Skagafjörður
[breyta | breyta frumkóða]1. erindi
[breyta | breyta frumkóða]- Skín við sólu Skagafjörður
- skrauti búinn, fagurgjörður.
- Bragi ljóðalagavörður,
- ljá mér orku snilld og skjól!
- Kenn mér andans óró stilla;
- ótal sjónir ginna villa,
- dilla, blinda, töfra, trylla,
- truflar augað máttug sól.
- Hvar skal byrja? Hvar skal standa?
- Hátt til fjalla? Lágt til stranda?
- Bragi leysir brátt úr vanda,
- bendir mér á Tindastól!