Skíðmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafrænt skíðmál

Skíðmál (einnig kallað rennimál eða skífumál) er mælitæki sem er gert úr tveimur einingum, lengdarkvarðanum sjálfum og sleða sem rennur eftir honum. Á einni algengri tegund skíðmáls er merking á sleðanum sem fellur við kvarðann svo lesa megi af honum. Aðrar tegundir eru með hliðrænum eða stafrænum skjám sem lesið er af. Sleðinn og kvarðinn eru svo lagaðir þannig að þær geta mælt utan- og innanmál hluta.

Skíðmál með Vernier-kvarða

Skjálaus skíðmál eru einnig oft með Vernier-kvarða sem mælt getur af meiri nákvæmni en kvarðinn einn og sér.