Skíðaskotfimi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jeremy Teela stillir sér upp til að skjóta á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó, 2006

Skíðaskotfimi er skíðaíþrótt sem tvinnar saman skíðagöngu og skotfimi. Í skíðaskotfimi er gengið með frjálsri aðferð (ganga hefðbundið eða skauta). Í skíðaskotfimi er takmarkið einfalt; að hitta sem flest skotmörk á þar til gerðum skotsvæðum og fá þannig sem fæsta refsihringi á sig. Þá gildir að vera sem fljótastur í gönguhlutanum.

Með bestu skíðaskotfimimönnum í heimi má nefna Ole Einar Bjørndalen og Manuela Henkel eða Sandrine Bailly í kvennaflokknum.