Skála
Útlit
Skála (eða Skáli á íslensku) er þéttbýlisstaður vestan megin í Skálafirði á Austurey. Íbúar voru 658 árið 2015. Skála Skipasmiðja er stærsti atvinnuveitandinn þar en þar eru byggð mörg færeysk skip. Bæjarhátíð er þar hvert ár og er keppt í róðri og knattspyrnu meðal annars. Hjá íþróttahúsi bæjarins er tjaldsvæði.