Sjónskekkja
Útlit
Sjónskekkja er sjóngalli þar sem sjón er óskýr sama hversu langt í burtu viðfangsefnið er (ólíkt nærsýni eða fjarsýni þar sem skýrleiki sjónar fer eftir fjarlægð). Sjónskekkja kemur til vegna óreglulegrar lögunar hornhimnunnar. Hægt er að leiðrétta sjónina með gleraugum eða linsum, eða laga með skurðaðgerð eða laseraðgerð.