Sjóminjasafn Austurlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sjóminjasafn Austurlands er safn á Eskifirði í gömlu verslunarhúsi sem verslunarfélagið Örum & Wulff byggði um 1816.

Carl D. Tulinius sem var starfsmaður hjá félaginu, keypti verslunina um 1860 og rak hana til dauðadags árið 1905. Þá tóku afkomendur hans við og kölluðu fyrirtækið C.D. Tulinius efterfölgere og starfaði það til ársins 1912. Á þeim tíma var byggt nýtt verslunarhús og við það hlaut eldra húsið nafnið Gamla-Búð og hefur það haldist alla tíð síðan. Gamla-Búð hefur þjónað margvíslegum hlutverkum í bæjarfélaginu, eftir að verslunin var flutt, fyrst sem pakkhús og síðar fiskgeymsla, veiðarfærageymsla og fleira.

Byrjað var á endurbyggingu hússins árið 1968 og var það þá flutt ofar í lóðina til þess að rýma fyrir vegaframkvæmdum og árið 1983 var verkinu lokið. Þá var búið að ákveða stofnun Sjóminjasafns á Eskifirði og var því komið fyrir í húsinu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]