Fara í innihald

Sigvard Andreas Friid

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigvard Andreas Friid (1885 - 1970) var norskur blaðamaður og ritstjóri. Hann var ritstjóri hjá Ørebladet á árunum 1918-1919, Haugesunds Dagblad 1919-1921, Morgenavisen 1921-22 og blaðamaður hjá Norsk Telegrambyrå 1921-1940.

Eftir innrás Þjóðverja í Nore árið 1940 flúði Friid frá Noregi með eiginkonu sinni um borð í HMS Devonshire.[1] Í Bretlandi varð hann ritstjóri Norsk Tidend, upplýsingablaðs Lundúnastjórnarinnar, eftir dauða Jacob Vidne.[2]

Árið 1942 varð hann blaðafulltrúi Norðmanna á Íslandi en árið 1945 varð hann blaðamaður á Pressebyrå Høyre.[2] Sama ár var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu.[3]

  1. Helge Giverholt. Nyhetsformidling i Norge: Norsk telegrambyrå 1867-1967. [s.n.] bls. 168.
  2. 2,0 2,1 Pressefolk: biografiske opplysninger om Norsk presseforbunds medlemmer 1950. Norsk presseforbund. bls. 37.
  3. „7 Íslendingar og 1 Norðmaður sæmdir Fálkaorðunni“. Morgunblaðið. Nóvember 1945. bls. 5. Sótt 1. maí 2024.